Strákarnir unnu Skota í undankeppni EM U19
Þórsarinn Bjarni Guðjón Brynjólfsson lék síðustu 10 mínúturnar þegar landslið 19 ára og yngri í knattspyrnu sigraði Skota 1:0 í gær í undankeppni Evrópumótsins. Leikurinn fór fram í Skotlandi.
Ísland mætir einnig Frakklandi og Kasakstan í riðlinum, Frakklandi á laugardag og Kasakstan á þriðjudag í næstu viku. Tvo efstu lið riðilsins fara áfram í milliriðla ásamt því liði með bestan árangur í þriðja sæti í riðlakeppninni.
Hinn Þórsarinn í landsliðshópnum, Aron Ingi Magnússon sem er á lánssamningi hjá ítalska félaginu Venezia, kom ekki við sögu í gær.
Með þeim félögum á myndinni er Jakob Franz Pálsson, atvinnumaður hjá Venezia sem leikur í vetur sem lánsmaður með FC Chiasso í Sviss. Hann er með landsliði 21 árs og yngri sem mætir Skotlandi í vinattuleik í kvöld. Sá landsliðshópur mætti allur á leik U19 liðsins í gær.