Fara í efni
Íþróttir

Strákarnir byrjuðu á því að vinna Mexíkó

Íslensku strákarnir fagna gegn Mexikó í gær. Mynd af vefnum ishokki.is

Strákarnir í landsliði Íslands 18 ára og yngri hófu leik á HM í íshokkí með glæsibrag í gær; sigruðu Mexíkó 5:3 í Skautahöllinni á Akureyri. Það er A-riðill 3. deildar HM sem fram fer á Akureyri og lýkur um næstu helgi.

Gestirnir byrjuðu betur en staðan eftir fyrstu lotu var þó 1:1. Mexíkó gerði tvö mörk í öðrum leikhluta og staðan var 3:1 að honum loknum en okkar menn tóku sig heldur betur á í þriðja og síðasta leikhluta og gerðu fjögur mörk!

Skautafélag Akureyrar á 11 fulltrúa í landsliðshópnum og þeir voru áberandi; gerðu fimm af sex mörkum liðsins.

Mörk og stoðsendingar íslenska liðsins í gær:

  • Arnar Kristjánsson 2/1
  • Birkir Einisson 1/2
  • Uni Steinn Sigurðarson Blöndal 1/1
  • ÓIafur Baldvin Björvinsson 1/0
  • Aron Gunnar Ingason 0/1
  • Kristján Jóhannesson 0/1

Gríðarlega góð mæting var á leikinn og áhorfendur vel með á nótunum. Íslensku strákarnir verða aftur á ferðinni í kvöld kl. 20.00 þegar þeir mæta liði Bosníu-Herzegóvínu, sem burstaði Lúxemborg 6:0 í gær.

Smellið hér til að sjá allar upplýsingar um mótið