Fara í efni
Íþróttir

Stjarnan skaut KA út úr bikarkeppninni

Dagur Gautason, KA-maðurinn í Stjörnuliðinu, gerði sjö mörk í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA-menn töpuðu í kvöld fyrir Stjörnunni, 34:30, í átta liða úrslitum  bikarkeppni karla í handbolta, Coca Cola bikarkeppni. Um er að ræða keppni síðasta tímabils, sem frestað var þá vegna Covid en lýkur í haust. Stjarnan er þar með komin í fjögurra liða úrslitin - bikarúrslitahelgina.

Leikurinn var í nokkru jafnvægi framan af en Stjarnan var fjórum mörkum yfir í hálfleik og sigraði örugglega; munurinn varð mestur sjö mörk um miðjan seinni hálfleikinn.

Jón Heiðar Sigurðsson fór hamförum í sóknarleik KA og gerði 10 mörk úr 11 skotum auk þess að eiga tvær stoðsendingar. Einar Rafn Eiðssdon gerði 8 mörk, þar af fimm úr víti, og Óðinn Þór Ríkharðsson gerði 7.

Akureyringar voru áberandi í liði Stjörnunnar; KA-maðurinn Dagur Gautason og Þórsarinn Þórður Tandri Ágústsson, sem gekk til liðs við Stjörnuna í sumar, gerðu 7 mörk hvor og annars Þórsari, Hafþór Már Vignisson gerði 2 mörk.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.