Sterkasta kona Íslands lyfti 245 kílóum
Keppnin um sterkustu konu Íslands fór fram á Akureyri laugadaginn 3. ágúst undir heitinu M Fitness sterkasta kona Íslands.
Keppt var í sex greinum, réttstöðulyftu, svokölluðu Dinnie-steinahaldi, rammaburði og uxagöngu, blandaðri pressugrein og hleðslugrein. Fimm konur kepptu um titilinn.
Ragnheiður Ósk Jónasdóttir vann keppnina og setti meðal annars nýtt Íslandsmet með þyngstu réttsöðulyftu sem íslensk kona hefur tekið. Þetta er þriðja árið í röð og fjórða skiptið samtals sem Ragnheiður Ósk vinnur þennan titil. Ragnheiður Ósk hefur keppt tekið þátt í þessu móti tíu ár í röð.
Ragnheiður Ósk Jónasdóttir vann titilinn þriðja árið í röð og lyfti mestu þyngd sem íslensk kona hefur tekið í réttstöðulyftu, 245 kíló. Aðsend mynd.
Keppnin um annað sætið var gríðarlega jöfn, þar sem Berglind Bergsdóttir frá Selfossi og Erika Mjöll Jónsdóttir úr Borgarnesi voru hnífjafnar að stigum og jafnar þegar skoðað var hve oft þær urðu í 1., 2. eða 3. sæti í einstökum greinum. Að lokum var það síðasta greinin sem réði úrslitum, Erika fékk silfrið og Berglind bronsið.
Lokastaðan
- Ragnheiður Ósk Jónasdóttir – 26 stig
- Erika Mjöll Jónsdóttir – 21 stig
- Breglind Bergsdóttir – 21 stig
- Snæfríður Björgvinsdóttir – 15 stig
- Sigrún Jóhannsdóttir – 4 stig