Fara í efni
Íþróttir

Stelpurnar töpuðu naumlega í Hólminum

Þórsarinn Madison Anne Sutton og stigahæstu leikmenn Snæfells, Cheah Emountainspring og Preslava Radoslavavoa. Þær mætast á ný á Akureyri á föstudaginn.Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Kvennalið Þórs tapaði með fimm stiga mun fyrir Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum 1. deildarinnar í körfubolta. Þar með hefur hvort lið unnið einn leik en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitarimmuna.

  • Skorið eftir leikhlutum: 15:11 – 19:12 (34:23) – 20:22 – 10:14 – 64:59

Snæfell hafði yfirhöndina allan tímann, munurinn var 11 stig í hálfleik en Stelpurnar okkar nálguðust heimamenn hægt og bítandi; þegar vel var liðið á þriðja leikhluta var munurinn kominn niður í sex stig en aftur skriðu Hólmar örlítið lengra fram úr. Í lokahlutanum náðu Þórsarar muninum niður í fjögur stig en nær komust þeir ekki í lokin munaði fimm stigum. 

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina

Þriðji leikur liðanna verður á Akureyri á föstudag kl. 17.30 og sá fjórði í Stykkishólmi á sunnudaginn. Vinna þarf þrjá leiki til að koma í úrslit og komi til fimmta leiksins verður hann á  Akureyri miðvikudaginn 5. apríl.