Fara í efni
Íþróttir

Stelpurnar töpuðu fyrsta heimaleiknum

Sandra María Jessen jafnar metin fyrir Þór/KA í dag þegar aðeins rúm hálf mínúta var liðin af seinni hálfleik. Hún þrumaði boltanum í markið eftir góða sendingu inn fyrir vörnina. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA tapaði 2:1 fyrir Keflavík í dag í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þetta var fyrsti heimaleikur stelpnanna í deildinni í sumar og þær voru langt frá sínu besta; frammistaða liðsins og úrslitin mikil vonbrigði eftir góðan leik og frækinn sigur á útivelli gegn Stjörnunni í fyrstu umferðinni.

Gestirnir komust yfir eftir hálftíma en Sandra María Jessen jafnaði þegar aðeins rúm hálf mínúta var liðin af seinni hálfleik. Lyftist þá brúnin á mörgum en markið varð ekki sú vítamínsprauta sem búast mátti við og Keflvíkingar tryggðu sér sigur með marki eftir klaufagang í vörn Þórs/KA þegar tæpar 15 mín. voru liðnar af hálfleiknum.

Nánar á eftir