Íþróttir
„Stelpurnar okkar“ slást á tvennum vígstöðvum
02.04.2022 kl. 14:08
Landsliðskonan Rut Jónsdóttir í handboltaliði KA/Þórs og blakarinn Jóna Margrét Arnarsdóttir í KA.
Íþróttakonur bæjarins berjast á tvennum vígstöðvum í dag, í tveimur mjög mikilvægum leikjum.
15.30 KA - Þróttur Fjarðabyggð
- Undanúrslit bikarkeppni Blaksambandsins, Kjöríssbikarsins. Sigurvegarinn mætir annað hvort Aftureldingu eða liði Álftaness í úrslitaleiknum á morgun. Leikurinn er sýndur beint á youtube rás Blaksambandsins. Smellið hér til að horfa.
16.00 KA/Þór - HK
- Íslandsmeistarar KA/Þórs eru í harðri baráttu við Fram og Val að lenda í 1. eða 2. sæti deildarinnar og komast þar með rakleiðis í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Tvö efstu liðin sitja hjá í sex liða úrslitum, en lið í sætum 3 til 5 keppa um tvö sæti.
- Liðin þrjú hafa öll lokið 18 leikjum, Fram er efst með 27 stig, Valur er með 26 og KA/Þór 25. Gera verður ráð fyrir að röðin verði óbreytt eftir umferðina; Afturelding, sem er neðst án stiga, tekur á móti Fram, HK sem mætir í KA-heimilið er næst neðst með 11 stig og Haukar, sem Valur fær í heimsókn á morgun, er um miðja deild.
- Leikur KA/Þórs og HK verður sýndur beint á sjónvarpsrás KA, KATV. Smellið hér til að horfa.