Fara í efni
Íþróttir

SR jafnaði metin eftir framlengingu

Hafþór Sigrúnarson og félagar töpuðu í kvöld eftir framlengingu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Skautafélag Reykjavíkur jafnaði úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla í kvöld með sigri á SA Víkingum í Reykjavík. Staðan var jöfn eftir hefðbundinn leiktíma, 2:2, og því gripið til framlengingar. Það lið sem skorar á undan í framlengingu fer með sigur af hólmi og heimamönnum tókst það að þessu sinni; strax eftir að Akureyringar voru í dauðafæri brunuðu heimamenn fram og Níels Hafsteinsson gerði sigurmarkið. 

Hvort lið hefur nú unnið einn leik en þrjá sigra til að verða Íslandsmeistari. Liðin mætast næst á Akureyri á laugardaginn klukkan 16.45 og fjórði leikurinn verður í Skautahöllinni í Laugardal þriðjudagskvöldið 29. mars . Íslandsbikarinn fer ekki á loft fyrr en í fyrsta lagi þá, en annars í Skautahöllinni á Akureyri fimmtudagskvöldið 31. mars.

Mörkin í kvöld:

  • 0:1 – Ormur Jónsson (2. mín.)
  • 1:1 – Brynjar Bergmann (24.)
  • 2:1 – Markús Ólafarson (39.)
  • 2:2 – Gunnar Arason (50.)
  • 3:2 – Níels Hafsteinsson (þegar 1 mín og 54 sek. voru eftir af framlengingu)