Spennandi Skákþing hálfnað – tveir til Dublin
Það er nóg um að vera hjá Skákfélagi Akureyrar um þessar mundir. Nýlega hófst Skákþing Akureyrar, en þar tefla 13 keppendur um titilinn „Skákmeistari Akureyrar“ sem nú er teflt um í 86. sinn!
Eftir fjórar umferðir af sjö eru þeir Rúnar Sigurpálsson og Áskell Örn Kárason efstir og jafnir með 3 ½ vinning hvor, en sá fyrrnefndi hefur orðið Akureyrarmeistari tvö undanfarin ár. Á hæla þeim kemur Stefán G. Jónsson með 3 vinninga.
Unglingastarfið er með blómlegasta móti og greinlega aukinn áhugi meðal barna og unglinga á þessari hugaríþrótt. Það er líka mjög hvertjandi að nú hafa tveir skákmenn af efnilegustu unglingum félagsins, Sigþór Árni Sigurgeirsson og Tobias Þórarinn Matharel, verið valdir í lið sem mun tefla fyrir Íslands hönd á átta þjóða móti sem fer fram í Dublin á Írlandi í byrjun mars n.k.