Fara í efni
Íþróttir

Spennandi Skákþing hálfnað – tveir til Dublin

Sigþór Árni Sigurgeirsson, til vinstri, og Tobias Þórarinn Matharel á æfingu fyrir landskeppnina í Dublin.

Það er nóg um að vera hjá Skákfélagi Akureyrar um þessar mundir. Nýlega hófst Skákþing Akureyrar, en þar tefla 13 keppendur um titilinn „Skákmeistari Akureyrar“ sem nú er teflt um í 86. sinn!

Eftir fjórar umferðir af sjö eru þeir Rúnar Sigurpálsson og Áskell Örn Kárason efstir og jafnir með 3 ½ vinning hvor, en sá fyrrnefndi hefur orðið Akureyrarmeistari tvö undanfarin ár. Á hæla þeim kemur Stefán G. Jónsson með 3 vinninga.

Unglingastarfið er með blómlegasta móti og greinlega aukinn áhugi meðal barna og unglinga á þessari hugaríþrótt. Það er líka mjög hvertjandi að nú hafa tveir skákmenn af efnilegustu unglingum félagsins, Sigþór Árni Sigurgeirsson og Tobias Þórarinn Matharel, verið valdir í lið sem mun tefla fyrir Íslands hönd á átta þjóða móti sem fer fram í Dublin á Írlandi í byrjun mars n.k.