Sonja Lí frá Akureyri Íslandsmeistari í svigi

Sonja Lí Kristinsdóttir úr Skíðafélagi Akureyrar varð Íslandsmeistari í svigi um síðustu helgi, þegar Skíðamót Íslands fór fram í fyrsta skipti í Oddsskarði austur á landi. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Sonju í fullorðinsflokki.
Sonja Lí, sem varð 19 ára í janúar, renndi sér frábærlega í fyrri verð svigkeppninnar. Tími hennar er um einni og hálfri sekúndu betri en tími landsliðskonunnar reyndu, Hólmfríðar Dóru Friðgeirsdóttur úr Ármanni. Það kom sér vel þegar upp var staðið því Hólmfríður Dóra fékk töluvert betri en Sonja í seinni ferðinni en samanlagt var tími Íslandsmeistarans frá Akureyri 14 hundraðshlutum úr sekúndu en tími keppinautarins, sem lenti í öðru sæti.
Hólmfríður Dóra varð Íslandsmeistari kvenna í stórsvigi og hún fagnaði einnig sigri í samhliða svigi. Þar mættust þær í úrslitaeinvígi, Hólmfríður Dóra og Sonja Lí, og Ármenningurinn hafði betur.
Jón Erik Sigurðsson úr Fram urðu Íslandsmeistarar í stórsvigi karla. Tobias Hansen úr Skíðafélagi Akureyrar var með besta tímann eftir fyrri ferðina en fór út úr brautinni í þeirri seinni og lauk því ekki keppni.
Matthías Kristinsson úr Skíðafélagi Ólafsfjarðar varð Íslandsmeistari í samhliðasvigi karla. Hann sigraði Pétur Reidar Pétursson úr KR í úrslitum. Tobias Hansen úr Skíðafélagi Akureyrar átti að keppa í undanúrslitum en meiddist og gat ekki verið með.
Gauti Guðmundsson úr KR varð Íslandsmeistari karla í svigi.