Sóley Margrét varði Evrópumeistaratitilinn
Akureyringurinn Sóley Margrét Jónsdóttir, sem keppir í dag undir merkjum Breiðabliks, varði Evrópumeistaratitil sinn í kraftlyftingum með búnaði í +84 kg flokki á Evrópumótinu sem fram fór í Hamm í Luxemborg.
Sóley Margrét náði bestum árangri í bekkpressunni, lyfti þar 192,5 kg, næstbestum árangri í hnébeygunni þar sem hún lyfti mest 280 kg. Hún tók svo 205 kg í réttstöðulyftunni og náði að verja titilinn þrátt fyrir að úkraínska lyftingakonan Valentyna Zahouruik hafi veitt henni harða keppni. Sóley Margrét hlaut silfur í réttsöðulyftunni, en eftir að hún hafði lyft 205 kg þurfti hún að bíða eftir því hvort þeirri úkraínsku tækist að ná upp 230 kg. Það gekk ekki eftir og titillinn því áfram í höndum Akureyringsins.
Með þessum árangri, að lyfta 677,5 kg samanlagt, bætti hún Íslandsmetið um 2,5 kg. Fjallað er um árangur Sóleyjar á vef Kraftlyftingasambands Íslands - sjá hér.
Sóley Margrét Jónsdóttir gerði allar lyfturnar í hnébeygju gildar og lyfti mest 280 kg. Mynd: Kraft.is.