Fara í efni
Íþróttir

Sjö marka sigur SA-kvenna gegn SR

SA-konur fagna sjöunda marki liðsins og því þriðja frá Silvíu Rán Björgvinsdóttur. Skjáskot úr YouTube-streymi frá leiknum.

Lið Skautafélags Akureyrar vann öruggan og afgerandi sigur á liði Skautafélags Reykjavíkur í Hertz-deild kvenna í íshokkí í dag. Lokatölur urðu 7-0, sem er stærsti sigur SA-kvenna á tímabilinu.

SA skoraði þrjú mörk í fyrsta leikhluta, þrjú í öðrum og svo eitt í þeim þriðja. Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði þrennu og átti eina stoðsendingu að auki. Ragnhildur Kjartansdóttir átti fjórar stoðsendingar.

Lið SA er með yfirburðastöðu í deildinni, hefur unnið átta leiki af níu og er á toppi deildarinnar með 24 stig. Fjölnir og SR hafa leikið færri leiki, Fjölnir með níu stig úr sjö leikjum og SR enn án stiga.

Gangur leiksins

  • 1-0 Anna Sonja Ágústsdóttir (05:27). Stoðsending: Ragnhildur Kjartansdóttir.
  • 2-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (12:43). Stoðsending: Eva María Karvelsdóttir.
  • 3-0 Eva María Karvelsdóttir (18:51).
    - - -
  • 4-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (24:40). Stoðsending: Ragnhildur Kjartansdóttir.
  • 5-0 Sólrún Assa Arnardóttir (34:13). Stoðsending: Silvía Rán Björgvinsdóttir.
    6-0 Amanda Bjarnadóttir (37:18). Stoðsending: Ragnhildur Kjartansdóttir.
    - - -
  • 7-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (56:32). Stoðsending: Ragnhildur Kjartansdóttir.

SA

Mörk/stoðsendingar: Silvía Rán Björgvinsdóttir 3/1, Eva María Karvelsdóttir 1/1, Amanda Bjarnadóttir 1/0, Anna Sonja Ágústsdóttir 1/0, Sólrún Assa Arnardóttir 1/0, Ragnhildur Kjartansdóttir 0/4.
Varin skot: Shawlee Gaudreault 26 (100%).
Refsingar: 12 mínútur.

SR

Varin skot: Andrea Bachmann 32 (82,05%).
Refsingar: 2 mínútur.

Til að skoða gang leiksins, smellið hér.

Leikurinn í dag var sá næstsíðasti í Hertz-deild kvenna fyrir jólafrí, en SA á útileik gegn Fjölni laugardaginn 16. desember.

Leik liðanna í dag var streymt á YouTube-rás SA TV: