Fara í efni
Íþróttir

Sjaldséð mistök í röðum og tap fyrir ÍBV

Búið! Löng sending var reynd fram á Rakel Söru Elvarsdóttur á lokasekúndunum en Eyjamenn náðu að trufla hornamanninn eldfljóta svo hún náði ekki boltanum. Þetta er augnablikið þegar flautað var til leiksloka - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (númer 7 fyrir miðri mynd) var markahæst í liði ÍBV með 11 mörk, að vísu úr 22 skotum! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Deildarmeistarar KA/Þórs í handbolta töpuðu fyrsta leiknum gegn ÍBV, 27:26, í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í dag. Leikið var í KA-heimilinu. 

KA/Þór – Stelpurnar okkar – höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 14:11, og komust í 15:11 strax eftir hlé en gestirnir jöfnuðu 16:16 þegar rúmar tíu mínútur voru búnar og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum, 18:17, þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Eftir það náði KA/Þór aldrei að jafna.

Leikurinn var frábær skemmtun fyrir fjölmarga áhorfendur í KA-heimilinu, þar á meðal á að giska 40 til 50 Eyjamenn! Gaman að sjá svo marga koma úr Eyjum til að styðja stelpurnar.

Leikmenn KA/Þórs voru ekki sjálfum sér líkir að því leyti að allt of mikið var um sjáldséð mistök í sókninni í seinni hálfleik. Ef til vill voru of margar þeirra sem höndluðu ekki spennuna, altjent er ljóst að liðið verður að gera betur í Eyjum á miðvikudaginn til að knýja fram oddaleik á heimavelli um sæti í undanúrslitunum.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.

Myndir úr leiknum í dag hér að neðan: