Íþróttir
Sigurður Marinó og Ragnar semja við Þór
03.11.2021 kl. 10:26

Birkir Hermann Björgvinsson, stjórnarmaður hjá Þór, og Sigurður Marinó Kristjánsson.
Miðjumaðurinn Sigurður Marinó Kristjánsson, einn af máttarstólpum knattspyrnuliðs Þórs síðustu ár, skrifaði í gær undir nýjan samning við félagið til tveggja ára. Á sama tíma gerði ungur miðvörður, Ragnar Óli Ragnarsson, samning til þriggja ára. Hann er á síðasta ári í 2. aldursflokki. Faðir Ragnars, Siglfirðingurinn Ragnar Hauksson, átti langan feril sem fótboltamaður, lengst af með liði KS á Siglufirði, en lék einnig undir merkjum KS/Leifturs, og eitt sumar með Þór.
Birkir Hermann Björgvinsson og Ragnar Óli Ragnarsson.