Fara í efni
Íþróttir

Sex Akureyringar á HM í utanvegahlaupum

Íslenski HM hópurinn í Austurríki. Mynd af vef Frjálsíþróttasambandsins.

Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum hófst í morgun í Austurríki. Sex Akureyringar eru á meðal keppenda og fjórir þeirra keppa í dag.

Í dag fer fram 45 kílómetra hlaup þar sem samanlögð er hækkun er í kringum 3100 metrar. Íslendingarnir sem hlaupa í dag eru þessir, nöfn Akureyringanna feitletruð:

  • Arnar Pétursson
  • Halldór Hermann Jónsson
  • Jörundur Frímann Jónasson
  • Þorsteinn Roy Jóhannsson
  • Andrea Kolbeinsdóttir
  • Anna Berglind Pálmadóttir
  • Íris Anna Skúladóttir
  • Sigþóra Kristjánsdóttir

Á morgun fer fram 87 kílómetra hlaup þar sem samanlögð hækkun er um 6500 m. Á meðal keppenda verða fjórir Íslendingar, þar af tveir Akureyringar.

    • Snorri Björnsson
    • Þorbergur Ingi Jónsson
    • Halldóra Huld Ingvarsdóttir
    • Rannveig Oddsdóttir

Hægt er að fylgjast með streymi frá mótinu hér og úrslit verða hér.

Myndir og myndskeiðum frá mótinu verða á Facebook síðu hópsins

  • Í upphaflegri frétt var sagt að fimm Akureyringar væru í landsliðinu í utanvegahlaupum að þessu sinni en þeir eru sex. Það fórst fyrir að nefna Jörund Frímann Jónasson. Beðist er velvirðingar á mistökunum.