Íþróttir
SA Víkingar úr leik í Evrópukeppninni
27.09.2021 kl. 12:43
Andri Mikaelsson, fyrirliði SA Víkinga, eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn í vor. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Karlalið Skautafélags Akureyrar, Víkingar, eru dottnir úr keppni í Evrópubikarkeppninni í íshokkí, Continental Cup, eftir tvö töp í Vilnius, höfuðborg Litháens, um helgina.
Víkingar töpuðu 6:1 fyrir Tartu Valk frá Eistlandi á laugardag og 12:6 fyrir heimamönnum í Hockey Punks Vilnius í gær.
Jóhann Leifsson gerði eina mark Akureyringa á laugardaginn, en um seinni leikinn segir á heimasíðu SA: „Leikurinn var mikill rússíbani og mörkin komu á færibandi en Andri Mikaelsson skorað 3 mörk Víkinga í dag en Jóhann Leifsson, Ævar Arngrímsson og Gunnar Arason skoruðu hin 3 mörkin.“