SA Víkingar unnu stórsigur á SR-ingum
SA Víkingar sigruðu lið Skautafélags Reykjavíkur af miklu öryggi í gærkvöldi, 6:1, á Íslandsmótinu í íshokkí, Hertz deildinni, í Skautahöllinni á Akureyri.
Reykjavíkurliðið vann SA 4:2 um síðustu helgi fyrir sunnan svo óhætt er að segja að norðanmenn hafi svarað rækilega fyrir sig.
Akureyringar komust í 6:0 áður en gestirnir löguðu stöðuna. Staðan var 2:0 eftir fyrsta leikhluta og 6:0 eftir þann næsta en SR gerði eina markið í þriðja og síðasta hlutanum.
SA Víkingar áttu 39 skot á mark í leiknum í gær en SR 34. Matthías Már Stefánsson var markahæstur SA Víkinga í kvöld með tvö mörk og Jakob Jóhannesson var með 97% markvörslu.
Mörk og stoðsendingar SA Víkinga: Matthías Már Stefánsson 2/0, Andri Sverrisson 1/3, Baltasar Hjálmarsson 1/1, Gunnar Arason 1/1, Jóhann Már Leifsson 1/0, Ingvar Jónsson 0/1, Atli Sveinsson 0/1, Hafþór Sigrúnarson 0/1.