SA Víkingar eru óstöðvandi - MYNDIR
Stund í Skautahöllinni svíkur engann þegar akureyrskt íshokkífólk sýnir hvað í því býr, svo mikið er víst!
Víkingar Skautafélags Akureyrar unnu öruggan sigur, 8:2, á Fjölni í Hertz-deild Íslandsmótsins í kvöld. Staðan var 2:0 eftir fyrsta leikhluta, SA menn bættu þremur mörkum við í þeim næsta og í þriðja og síðasta leikhluta gerðu þeir önnur þrjú, en gestirnir gerðu tvö síðustu mörk leiksins undir lokin. Akureyringar hafa þar með unnið sex fyrstu leikina í deildinni. Liðin mætast aftur á Akureyri á morgun, laugardag, klukkan 17.45
Akureyrsku strákarnir léku fantavel í kvöld, sóknin var frábær og áttu gestirnir í mesta basli með hemja kraftmikla Víkinga. Liðsheildin var mjög öflug en Axel Máni Sveinsson, sem er aðeins 17 ára, var áberandi og gerði þrjú mörk. Ungu strákarnir léku einmitt stærra hlutverk en þeir hafa oftast gert og stóðu sig með mikilli prýði. Á morgun kemur fyrirliði SA, Andri Mikaelsson, aftur út á ísinn eftir að hafa tekið út leikbann.
- 1:0 Alex Sveinsson (Unnar Rúnarsson)
- 2:0 Jóhann Leifsson (Orri Blöndal)
- 3:0 Alex Sveinsson
- 4:0 Sjálfsmark
- 5:0 Egill Birgisson (Heiðar Kristveigarson, Baltasar Hjálmarsson)
- 6:0 Heiðar Kristveigarson
- 7:0 Alex Sveinsson (Orri Blöndal, Jóhann Leifsson)
- 8:0 Gunnar Arason (Kristján Árnason)
- 8:1 Aron Knútsson (Vignir Arason)
- 8:2 Hilmar Benediktsson (Aron Knútsson, Kristján Kristinsson)
Alex Sveinsson fagnar einu þriggja marka sinn í kvöld með tilþrifum. Arnar Kristjánsson til vinstri.
Akureyringar fagna einu marka Alex Mána Sveinssonar.
Óhefðbundinn ísdans!
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að sinna dómgæslu í íshokkí!
Enn eitt fagnið! Að þessu sinni var það Heiðar Kristveigarson sem gerði sjötta mark SA.
Orri Blöndal stóð fyrir sínu að vanda og átti þátt í tveimur mörkum.
Jóhann Leifsson gerði eitt mark í kvöld og átti þátt í öðru.
Atli Valdimarsson markvörður Fjölnis hafði í nógu að snúast. Hvernig bregast maður við þegar einn samherjanna verður fyrir því óláni að gera sjálfsmark? Til dæmis svona!