SA tekur á móti Fjölni í fyrsta úrslitaleiknum
Lokabaráttan um Íslandsmeistaratitil kvenna í íshokkí hefst í kvöld þegar lið Skautafélags Akureyrar tekur á móti Fjölni. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst kl. 19:30.
Lið SA fékk flest stig allra í Hertz deildinni, er því deildarmeistari og byrjar þar af leiðandi á heimavelli.
Skautafélagsmenn hvetja áhorfendur til þess að mæta í rauðu svo litur félagsins verði áberandi í stúkunni. Á vef SA kemur fram að miðaverð sé 1.500 kr. en frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Rétt er að benda á að appið Stubbur er handhægt til að tryggja sér miða í forsölu.
Leikirnir í úrslitakeppninni:
- Leikur 1 : Fimmtudag 2. mars í Skautahöllinni Akureyri kl. 19:30
- Leikur 2: Laugardag 4. mars í Egilshöll kl. 16:45
- Leikur 3: Þriðjudag 7. mars í Skautahöllinni Akureyri kl. 19:30
Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.
4. leikur – ef með þarf – 9. mars í Egilshöll kl. 19:30
5. leikur – ef með þarf – 11. mars í Skautahöllinni Akureyri kl. 16:45