SA-strákarnir fengu deildarbikarinn í gær
Leikmenn karlaliðs Skautafélags Akureyrar fengu deildarmeistarabikarinn afhentan í gær eftir 5:2 sigur á Skautafélagi Reykjavíkur í Hertz-deildinni. Þetta var síðasta heimaleikur SA í deildinni en einn er eftir á útivelli, gegn SR.
Unnar Rúnarsson skoraði í tvígang fyrir SA í gær og þeir Andri Mikaelsson, Uni Sigurðarson og Gunnar Arason sitt markið hver. Þórhallur Viðarsson og Ómar Söndruson skoruðu fyrir SR.
SA er komið með 41 stig, SR hefur 19 og Fjölnir sex. Það verða því SA og SR sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.
Kvennalið SA fékk deildarmeistarabikar afhentan í gærmorgun eftir sigur á Fjölni og strákarnir eftir seinni leik dagsins í Skautahöllinni á Akureyri.
Leikmenn og aðstandendur karlaliðs Skautafélags Akureyrar kampakátir eftir að bikarinn var afhentur í gær.