SA stelpurnar gerðu 17 mörk gegn SR
Skautafélag Akureyrar var ekki í miklum erfiðleikum með að vinna Skautafélag Reykjavíkur í Íslandsmóti kvenna, Hertz-deildinni, á Akureyri í gær. Leikurinn endaði 17:2! SA vann fyrstu lotuna 7:1 og þá næstu 7:0 þannig að aðeins var formsatriði að spila þriðju lotuna. SA vann hana 3:1.
Gunnborg Jóhannsdóttir og Jónína Guðbjartsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor fyrir SA, Arndís Sigurðardóttir, Teresa Snorradóttir, Saga Sigurðardóttir og Ragnhildur Kjartansdóttir tvö hver og Anna Ágústdóttir, Hilma Bergsdóttir og Berglind Leifsdóttir gerðu eitt mark hver. Karitas Halldórsdóttir og Brynhildur Hjaltested skoruðu mörk SR.
Öruggt hjá karlaliðinu líka
Í Hertz-deild karla unnu Akureyringar einnig öruggan sigur, þótt hann væri ekki jafn stór. SA sigraði Fjölni 5:1 í Egilshöll. Aðeins eitt mark var gert í fyrstu lotu þegar Aron Knútsson kom Fjölni yfir. En þeirra Adam var ekki lengi í Paradís; Axel Snær Orongan, Andri Mikaelsson, Unnar Rúnarsson, Hafþór Sigrúnarson og Heiðar Jóhannsson skoruðu fyrir SA og sigurinn var mjög sannfærandi.