Fara í efni
Íþróttir

SA-stelpur burstuðu lið SR í Laugardalnum

Þær skoruðu allar í fyrsta skipti fyrir aðallið SA í kvöld; Guðbjörg Sigurðardóttir, Amanda Bjarnadóttir og Aðalheiður Ragnarsdóttir. Ljósmynd: Ari Gunnar Óskarsson.

Kvennalið Skautafélags Akureyrar hefur gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í íshokkí og hafa unnið alla sex leikina til þess með miklum yfirburðum. Í kvöld sigruðu SA-stelpurnar lið Skautafélags Reykavíkur 12:0 í Skautahöllinni í Laugardal. Þær skoruðu fimm mörk í fyrsta leikhluta, aðeins eitt í þeim næsta en sex mörk í lokahlutanum.

Akureyrsku stelpurnar skiptu mörkunum systurlega á milli sín; Katrín Björnsdóttir og Arndís Sigurðardóttir gerðu tvö mörk hvor, en eitt gerðu Saga Sigurðardóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Eva Karvelsdóttir, Amanda Bjarnadóttir, Hilma Bergsdóttir, Aðalheiður Ragnarsdóttir, Anna Ágústsdóttir og Ragnhildur Kjartansdóttir.

Smelltu hér til að sjá tölfræði leiksins

Liðin mætast aftur í Laugardalnum á morgun og hefst leikurinn klukkan 17.45.