Fara í efni
Íþróttir

SA deildarmeistari eftir stórsigur

Unnar Rúnarsson skoraði fjögur mörk fyrir SA í gærkvöldi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið Skautafélags Akureyrar í íshokkí varð í gærkvöldi deildarmeistari eftir ótrúlega auðveldan sigur á Fjölni, 20:3, í Skautahöllinni á Akureyri.

  • Skor í hverjum leikhluta fyrir sig, 2:1 – 7:1 – 11:1

Strákarnir okkar eiga enn eftir þrjá leiki í deildinni, tvo útileiki gegn Skautafélagi Reykjavíkur um næstu helgi og heimaleik gegn Fjölni í næstu viku, en yfirburðirnir eru svo mikli að deildarmeistaratitilinn er þegar í höfn. SA er með 34 stig, SR með 23 og Fjölnir er með þrjú stig. SA hefur sigrað í 11 leikjum af 13.

Unnar Rúnarsson skoraði fjögur mörk fyrir SA í gær, Derric Gulay og Matthías Stefánsson gerðu þrjú hvor, Hafþór Sigrúnarson, Ólafur Björgvinsson og Atli Sveinsson skoruðu tvö hver og þeir Róbert Hafberg, Ævar Arngrímsson, Halldór Skúlason og Heiðar Kristveigarson  gerði allir eitt mark.

Að deildarkeppninni lokinni tekur við úrslitaeinvígi SA og SR um Íslandsmeistaratitilinn.