Rut og Óðinn Þór bestu leikmennirnir
Rut Jónsdóttir úr KA/Þór og Óðinn Þór Ríkharðsson úr KA voru valin bestu leikmenn Olís deilda Íslandsmósins í handbolta á nýliðnu keppnistímabili. Niðurstaðan var tilkynnt í hádeginu á lokahófi Handknattleikssambands Íslands í Minigarðinum. Þetta er annað árið í röð sem Rut er valin besti leikmaður Íslandsmótsins.
Auk þess að vera valin best var Rut valin mikilvægasti leikmaðurinn og Óðinn Þór var valinn besti sóknarmaðurinn auk þess að vera sá besti.
Hér má sjá alla sem hlutu viðurkenningu á lokahófinu í dag.
Olísdeild karla
Háttvísisverðlaun: Arnór Snær Óskarsson, Val
Efnilegasti leikmaður: Benedikt Gunnar Óskarsson, Val
Besti markmaður: Björgvin Páll Gústavsson, Val
- Besti sóknarmaður: Óðinn Þór Ríkharðsson, KA
Besti varnarmaður: Einar Þorsteinn Ólafsson, Val
Mikilvægasti leikmaðurinn: Magnús Óli Magnússon, Val
Besti þjálfari: Snorri Steinn Guðjónsson, Val
- Besti leikmaður: Óðinn Þór Ríkharðsson, KA
Olísdeild kvenna
Háttvísisverðlaun: Karen Knútsdóttir, Fram
Efnilegasti leikmaður: Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum
Besti markmaður: Hafdís Renötudóttir, Fram
Besti sóknarmaður: Karen Knútsdóttir, Fram
Besti varnarmaður: Sunna Jónsdóttir, ÍBV
- Mikilvægasti leikmaður: Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór
Besti þjálfari: Stefán Arnarson, Fram
- Besti leikmaður: Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór
Dómarar ársins: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson