Fara í efni
Íþróttir

Rut og Óðinn Þór bestu leikmennirnir

Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Óðinn Þór Ríkharðsson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Rut Jónsdóttir úr KA/Þór og Óðinn Þór Ríkharðsson úr KA voru valin bestu leikmenn Olís deilda Íslandsmósins í handbolta á nýliðnu keppnistímabili. Niðurstaðan var tilkynnt í hádeginu á lokahófi Handknattleikssambands Íslands í Minigarðinum. Þetta er annað árið í röð sem Rut er valin besti leikmaður Íslandsmótsins.

Auk þess að vera valin best var Rut valin mikilvægasti leikmaðurinn og Óðinn Þór var valinn besti sóknarmaðurinn auk þess að vera sá besti.

Hér má sjá all­a sem hlutu viðurkenningu á loka­hóf­inu í dag.

Olís­deild karla

Hátt­vísis­verðlaun: Arn­ór Snær Óskars­son, Val

Efni­leg­asti leikmaður: Bene­dikt Gunn­ar Óskars­son, Val

Besti markmaður: Björg­vin Páll Gúst­avs­son, Val

  • Besti sókn­ar­maður: Óðinn Þór Rík­h­arðsson, KA

Besti varn­ar­maður: Ein­ar Þor­steinn Ólafs­son, Val

Mik­il­væg­asti leikmaður­inn: Magnús Óli Magnús­son, Val

Besti þjálf­ari: Snorri Steinn Guðjóns­son, Val

  • Besti leikmaður: Óðinn Þór Rík­h­arðsson, KA

Olís­deild kvenna

Hátt­vísis­verðlaun: Kar­en Knúts­dótt­ir, Fram

Efni­leg­asti leikmaður: Elín Klara Þor­kels­dótt­ir, Hauk­um

Besti markmaður: Haf­dís Renötu­dótt­ir, Fram

Besti sókn­ar­maður: Kar­en Knúts­dótt­ir, Fram

Besti varn­ar­maður: Sunna Jóns­dótt­ir, ÍBV

  • Mik­il­væg­asti leikmaður: Rut Arn­fjörð Jóns­dótt­ir, KA/Þ​ór

Besti þjálf­ari: Stefán Arn­ar­son, Fram

  • Besti leikmaður: Rut Arn­fjörð Jóns­dótt­ir, KA/Þ​ór

Dóm­ar­ar árs­ins: Ant­on Gylfi Páls­son og Jón­as Elías­son