Rut og Ásdís báðar með landsliðinu til Skopje
Handboltakonurnar Ásdís Guðmundsdótir og Rut Jónsdóttir, leikmenn KA/Þórs, voru báðar valdar í landsliðið sem leikur í mars í forkeppni HM. Leikið verður í Skopje í Norður-Makedóníu. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari valdi í dag 18 manna hóp fyrir ferðina.
Riðill íslenska liðsins fer fram 19. - 21. mars. Með Íslandi í riðli eru Litháen, Grikkland og heimakonur í Norður-Makedóníu. Stelpurnar hefja æfingar fimmtudaginn 11. mars en liðið heldur utan sunnudaginn 14. mars.
Leikirnir verða sem hér segir:
- Föstudag 19. mars kl. 16:45 Ísland – Norður-Makedónía
- Laugardag 20. mars kl. 18:45 Ísland – Grikkland
- Sunnudag 21. mars kl. 18:45 Ísland – Litháen
Íslenski hópurinn er svona, landsleiki og mörk í sviga:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (25/0)
Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (2/0)
Saga Sif Gísladóttir, Valur (0/0)
Aðrir leikmenn:
Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (2/0)
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (58/118)
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan (36/28)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (0/0)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (37/77)
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (34/66)
Karen Knútsdóttir, Fram (102/369)
Lovísa Thompson, Valur (19/28)
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (26/27)
Rut Jónsdóttir, KA/Þór (94/191)
Sigríður Hauksdóttir, HK (16/34)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (35/27)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (56/42)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (40/54)
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (0/0)
Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSC Sachsen á ekki heimangengt í landsliðið að þessu sinni vegna sóttvarnarreglna í Þýskalandi, skv. upplýsingum frá HSÍ.