Íþróttir
Pollamót Þórsara og Samskipa – MYNDIR
02.07.2022 kl. 15:30
Marki fagnað með tilþrifum í morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Pollamót Þórs og Samskipa í knattspyrnu fyrir „heldri“ keppendur hófst í gær og lýkur í dag. Metþáttaka er í ár, 800 keppendur eru mættir til leiks í 67 liðum. Þar ef eru 25 kvennalið sem er mikil fjölgun frá fyrri árum.
Gleðin hefur jafnan verið við völd á mótinu, bæði utan vallar sem innan, og ekki er annað að sjá en haldið sé í þá hefð. Úrslitaleikir verða síðdegis og svo lýkur veislunni í kvöld með Pallaballi í Boganum sem orðið er hefð; Páll Óskar tryllir lýðinn þar fram eftir nóttu.