Peysutog í handbolta? Hvaða peysutog?
Ljósmyndarar ná oft að fanga skemmtileg augnablik, hvort sem er í íþróttum eða annars staðar. Sá sem þetta skrifar rakst á tvö dæmi í myndavélinni eftir handboltaleiki á síðustu dögum.
Sú fyrri vakti mikla athygli, af Arnóri Ísaki Haddssyni, leikmanni KA, þar sem hann skoraði í sigri á Aftureldingu í KA-heimilinu. Einn mótherjanna virtist ásælast mjög treyju KA-mannsins en atvikið er vitaskuld gott dæmi um svokallað peysutog, sem er bannað í þessari skemmtilegu íþrótt. Samskonar atvik átti sér stað í gærkvöldi þegar Þórsarar sigruðu Fjölnismenn í Íþróttahöllinni. Aðalsteinn Bergþórsson fékk ámóta móttökur þar sem hann fékk boltann og sveif inn af línunni. Sjón er sögu ríkari.
Arnór Ísak Haddsson KA-maður í leiknum gegn Aftureldingu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.