Íþróttir
Persónulegt met og Íslandsmeistaratitill
25.07.2021 kl. 16:30
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA (3608) á Meistaramóti Íslands á Þórsvellinum fyrr í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar varð í dag Íslandsmeistari í 10.000 metra hlaupi. Íslandsmótið í greininni fór fram samhliða Íslandsmótinu í fjölþrautum á Kópavogsvelli.
Sigþóra setti persónulegt met og sigraði mjög örugglega. Hljóp á 37 mínútum og 38,06 sekúndum. Íris Dóra Snorradóttir úr FH varð önnur á 40:13,50 og Fríða Rún Þórðardóttir úr ÍR þriðja á 41:01,51 mínútu. Keppendur voru ekki fleiri.
Þess má geta að Martha Ernstdóttir á enn Íslandsmetið í greininni – hún hljóp best á 32:47,10 í júní árið 1994.