Fara í efni
Íþróttir

Peppaðir skíðakrakkar í Andrésarskrúðgöngu

Spennan er greinilega mikið fyrir því að komast í brekkurnar á morgun! Myndir: Rakel Hinriksdóttir

Andrésar andar leikarnir voru settir með bravúr í Íþróttahöllinni fyrr í kvöld. Leikarnir í ár eru þeir 49. í röðinni, en þáttökumet verður sett þar sem rúmlega 930 keppendur úr 18 liðum eru skráðir til leiks. Fyrir setningarhátíðina sameinast öll í árlegri skrúðgöngu Andrésarleikanna, þar sem liðin mæta í sínum keppnislitum, með fána og hvatningaróp að vopni. 

Gengið var frá KA-heimilinu/Lundarskóla kl. 19.00 sem leið lá niður Þingvallastrætið, suður Byggðaveg og svo Hrafnagilsstrætið niður í Íþróttahöll. Blaðamaður fangaði stemninguna og hér fylgja nokkrar myndir frá göngunni. Takið eftir að það er sól og blíða, eins og alltaf.

Fleiri myndir úr göngunni eru væntanlegar á morgun á Akureyri.net!