Fara í efni
Íþróttir

Óraði aldrei fyrir þessum viðbrögðum

Sigurður Sverrisson, samstarfsmaður Akureyri.net um ferð í beinu flugi frá Akureyri á heimaleik Liverpool í ensku knattspyrnunni í haust segir viðbrögð við frétt um ferðin sem birtist hér á miðvikudaginn hafa farið fram úr björtustu vonum.

„Við vonuðumst vissulega til að það yrði talsverður áhugi á þessari hugmynd en mig óraði aldrei fyrir því að vel á annað hundrað manns myndu skrá sig á póstlista hjá okkur á einum sólarhring,“ segir Sigurður við Akureyri.net

„Við hjá Premierferðum höfum eignast hóp frábærra viðskiptavina á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum á undanförnum árum og það gleður að sjá kunnugleg nöfn í hópi þeirra sem eru á póstlistanum okkar. Ef bókanir endurspegla þennan áhuga, þegar ferðin fer í sölu um eða upp úr 20. júní, er ekki ósennilegt að innistæða reynist fyrir a.m.k. einni hópferð til viðbótar frá Akureyri til Liverpool á næstu leiktíð.“

  • Rétt er að vekja athygli á því að þeir sem skrá sig á póstlista hjá Premierferðum fá sólarhrings forskot til að panta ferð þegar hún fer í sölu.
  • HÉR er hægt skrá sig á listann; skrifa þarf nafn, netfang og farsímanúmer, og svo Akureyri - Anfield í skilaboðalínuna. Upplýsingar verða sendar um leið og fyrsta ferðin hefur verið ákveðin.

Beint frá Akureyri á Anfield með Niceair