Íþróttir
„Nýtt“ lið – Júlíus og útlendingarnir fara
23.06.2021 kl. 10:45
Þeir hverfa allir á braut. Frá vinstri: Guy Landri Edi, Andrius Globys, Júlíus Orri Ágústsson, Ivan Alcolado, Dedrick Deon Basile og Srdjan Stojanovic. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Þórsarar tefla fram gjörbreyttu körfuboltaliði næsta vetur því enginn erlendu leikmannanna fimm, sem léku með liðinu á nýliðnu keppnistímabili, verða áfram á Akureyri og þá er Júlíus Orri Ágústsson, fyrirliði liðsins, á leið í háskóla í Bandaríkjunum eins og áður hefur komið fram.
Erlendu leikmennirnir sem hverfa á braut eru bandaríski bakvörðurinn Dedrick Deon Basile, spænski miðherjinn Ivan Aurrecoechea Alcolado, litháíski framherjinn Andrius Globys, og bakverðirnir Srdan Stojanovic, sem skráður er ungversk-serbneskur og Guy Landri Edi frá Fílabeinsströndinni.
Þórsarar hafa þegar samið við tvo erlenda leikmenn, bandaríska bakvörðinn Jonathan Lawton, sjá hér – og svissneska framherjann Eric Fongue – sjá hér