Fara í efni
Íþróttir

Nýr júdóþjálfari hjá KA í vetur

Elvira Dragemark hefur verið ráðin aðalþjálfari júdódeildar KA og hefur störf í þessum mánuði.

Elvira, sem er þrítug, hefur æft júdó í 21 ár og er með svart belti, 3. dan. Hún er með gráðu í íþróttafræði og þjálffræði frá Högskolan Dalarna, í Falun í Svíþjóð, með sérstaka áherslu á júdóþjálfun.

Áherslur Dragemark eru að byggja upp jákvætt og heilbrigt æfingaumhverfi, að því er segir í tilkynningu frá júdódeild KA. „Sem þjálfari þarf að styðja júdókappann til að ná og draga fram það besta úr getu þeirra bæði á og fyrir utan keppnisvelli. Mikilvægt er að efla sjálfsálit þeirra og sjálfstraust svo að þeir finni og geti verið sjálfstæðir.“

Einnig leggur hún áherslu á, segir þar, að byggja upp lið og liðsheild. Þegar við sem iðkendur styðjum hvert annað til að vaxa erum við að efla okkur sjálf á sama tíma. Liðið mun skapa margvíslega mikilvæga færni og gildi hjá júdóiðkandanum sem tengjast gildum júdóíþróttarinnar, segir í tilkynningunni.