Fara í efni
Íþróttir

Norðurlandsmótið í boccia – MYNDIR

Myndir: Þorgeir Baldursson

Norðurlandsmót í boccia var haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær, laugardag. Íþróttafélagið Akur á Akureyri sá um mótið að þessu sinni og fimm félög sendu keppendur: 14 mættu frá Akri, 23 frá Eik, Gróska sendi fjóra keppendur, sex voru frá Snerpu og 14 frá Völsungi. 

Lokahóf var haldið í lok dags þar sem sigurvegara fengu vegleg verðlaun.

Þorgeir Baldursson fylgdist með mótinu og tók meðfylgjandi myndir.

Úrslit urðu sem hér segir.

Sveitakeppni:

1. sæti Snerpa A: Anna Kristinsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir
2. sæti Eik B: Helga Helgadóttir, Baldvin Steinn Torfason
3. sæti Akur B: Kolbeinn Skagfjörð, Oddur Andri Hrafnsson

BC 1 – 4 og rennuflokkur:

1. sæti: Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Grósku
2. sæti: Karl Guðmundsson, Eik
3. sæti: Steinar Þór Björnsson, Grósku