Íþróttir
Nökkvafólk með eitt gull, tvö silfur og tvö brons
13.08.2024 kl. 10:00
Friðrik Veigar Ólafsson úr Nökkva, siglingaklúbbnum á Akureyri, vann Rs Tera flokkinn. Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.
Siglingaklúbburinn Nökkvi hélt um liðna helgi Íslandsmótið í siglingum á kænum. Nökkvafólk vann ein gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun.
Keppt var í fimm flokkum sem kallast Optimist, Rs Tera, ILCA 4, ILCA 6 og í opnum flokki. Mótið gekk vel fyrir sig og voru mótshaldarar og þátttakendur heppnir með keppnisvindinn alla dagana, en mótið hófst á fimmtudegi og því lauk á laugardag. Samtals voru sigldar átta umferðir.
Friðrik Veigar Ólafsson vann Íslandsmeistaratitil í Rs Tera flokknum, en þar unnu keppendur frá Nökkva þrefalt, gull, silfur og brons. Þá unnu keppendur frá Nökkva til silfur- og bronsverðlauna í ILCA 4.
Hér hefur þurft snör handtök til að allt gengi vel fyrir sig. Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.
Verðlaunahafar í einstaka flokkum:
Optimist
1. Guðmundur Leó Gunnarsson, Brokey
2. Heimir Halldórsson, Brokey
3. Ingunn Laufey Gunnarsdóttir, Brokey
1. Guðmundur Leó Gunnarsson, Brokey
2. Heimir Halldórsson, Brokey
3. Ingunn Laufey Gunnarsdóttir, Brokey
Verðlaunahafar í Optimist flokki á Íslandsmótinu í kænusiglingum 2024. Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.
RS Tera
1. Friðrik Veigar Ólafsson, Nökkva
2. Dagmar Steinþórsdóttir, Nökkva
3. Birnir Mar Steinþórsson, Nökkva
1. Friðrik Veigar Ólafsson, Nökkva
2. Dagmar Steinþórsdóttir, Nökkva
3. Birnir Mar Steinþórsson, Nökkva
Verðlaunahafar í Rs Tera flokki á Íslandsmótinu í kænusiglingum 2024. Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.
Ilca 4
1. Daníel Ernir Jóhannsson, Brokey
2. Lára Rún Keel Kristjánsdóttir, Nökkva
3. Þórir Steingrímsson, Nökkva
1. Daníel Ernir Jóhannsson, Brokey
2. Lára Rún Keel Kristjánsdóttir, Nökkva
3. Þórir Steingrímsson, Nökkva
Ilca 6
1. Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir, Brokey
2. Sigurður Haukur Birgisson, Ými
3. Elías J Burgos, Ými
1. Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir, Brokey
2. Sigurður Haukur Birgisson, Ými
3. Elías J Burgos, Ými
Verðlaunahafar í ILCA 6 flokknum á Íslandsmótinu í kænusiglinum 2024. Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.
Opin flokkur
1. Aðalsteinn Jens Loftsson, Ými
2. Veronica Sif Ellertsdóttir, Þyt
3. Tobý Sól Hermannsdóttir, Þyt
1. Aðalsteinn Jens Loftsson, Ými
2. Veronica Sif Ellertsdóttir, Þyt
3. Tobý Sól Hermannsdóttir, Þyt
Verðlaunahafar í opnum flokki á Íslandsmótinu í kænusiglinum 2024. Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.