Fara í efni
Íþróttir

Nökkvafólk með eitt gull, tvö silfur og tvö brons

Friðrik Veigar Ólafsson úr Nökkva, siglingaklúbbnum á Akureyri, vann Rs Tera flokkinn. Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.
Siglingaklúbburinn Nökkvi hélt um liðna helgi Íslandsmótið í siglingum á kænum. Nökkvafólk vann ein gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun.
 
Keppt var í fimm flokkum sem kallast Optimist, Rs Tera, ILCA 4, ILCA 6 og í opnum flokki. Mótið gekk vel fyrir sig og voru mótshaldarar og þátttakendur heppnir með keppnisvindinn alla dagana, en mótið hófst á fimmtudegi og því lauk á laugardag. Samtals voru sigldar átta umferðir.
 
Friðrik Veigar Ólafsson vann Íslandsmeistaratitil í Rs Tera flokknum, en þar unnu keppendur frá Nökkva þrefalt, gull, silfur og brons. Þá unnu keppendur frá Nökkva til silfur- og bronsverðlauna í ILCA 4.
 


Hér hefur þurft snör handtök til að allt gengi vel fyrir sig. Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.
Verðlaunahafar í einstaka flokkum:
 
Optimist
1. Guðmundur Leó Gunnarsson, Brokey
2. Heimir Halldórsson, Brokey
3. Ingunn Laufey Gunnarsdóttir, Brokey
 

Verðlaunahafar í Optimist flokki á Íslandsmótinu í kænusiglingum 2024. Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.
RS Tera
1. Friðrik Veigar Ólafsson, Nökkva
2. Dagmar Steinþórsdóttir, Nökkva
3. Birnir Mar Steinþórsson, Nökkva
 

Verðlaunahafar í Rs Tera flokki á Íslandsmótinu í kænusiglingum 2024. Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.
Ilca 4
1. Daníel Ernir Jóhannsson, Brokey
2. Lára Rún Keel Kristjánsdóttir, Nökkva
3. Þórir Steingrímsson, Nökkva
 
Ilca 6
1. Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir, Brokey
2. Sigurður Haukur Birgisson, Ými
3. Elías J Burgos, Ými
 

Verðlaunahafar í ILCA 6 flokknum á Íslandsmótinu í kænusiglinum 2024. Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.
Opin flokkur
1. Aðalsteinn Jens Loftsson, Ými
2. Veronica Sif Ellertsdóttir, Þyt
3. Tobý Sól Hermannsdóttir, Þyt
 

Verðlaunahafar í opnum flokki á Íslandsmótinu í kænusiglinum 2024. Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.