Naumt tap KA eftir jafna rimmu við Hauka
KA-menn urðu að gera sér tap að góðu þegar Haukar komu í heimsókn í dag í Olís deildinni, efstu deild Íslandsmótsins. Eftir að gestirnir voru einu marki yfir, 15:14, unnu þeir með eins marks sigur, 29:28.
Haukar byrjuðu mun betur og voru komnir fimm mörkum yfir þegar tæpar 20 mínútur voru búnar en með góðum kafla minnkuðu heimamenn muninn fyrir lok hálfleiksins.
Allur seinni hálfleikurinn var hnífjafn; jafnt var á flestum tölum, KA komst einu sinni tveimur mörkum yfir, og hvort lið hafði nokkrum eins marks forystu. Það sem skipti máli var þó auðvitað að Haukar voru einu marki yfir þegar leiktíminn rann út. Andri Már Rúnarsson gerði sigurmarkið þegar liðlega mínúta lifði leiks.
Þegar haldið er í jólafrí eru KA-menn í 10. sæti deildarinnar með níu stig að loknum níu leikjum.
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 7 (4 víti), Dagur Gautason 7, Allan Nordberg 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Gauti Gunnarsson 3, Dagur Árni Heimisson 2, Haraldur Bolli Heimisson 2, Ísak Óli Eggertsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 10 (30,3%), Nicholas Satchwell 5 (45,5%).
Smellið hér til að sjá alla tölfræðina.