Þór upp í 7. sætið eftir sigur á Haukum
Þórsarar unnu öruggan sigur á Haukum, 100:79, í Domino's deild Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld í Hafnarfirði. Eftir brosótt gengi framan af vetri er Akureyrarliðið komið á fljúgandi siglingu en skemmst er að minnast frábærs sigur á Stjörnunni í Garðabæ á föstudagskvöldið.
- Skorið í hverjum leikfjórðungi: 25:30 – 7:18 (32:48) – 25:26 – 22:26 (79:100)
Leikstjórnandinn Dedrick Deon Basile var frábær í Þórsliðinu í kvöld; skoraði 19 stig, tók sex fráköst og átti hvorki fleiri né færri en 15 stoðsendingar! Ivan Alcolado var líka gríðarlega öflugur sem fyrr, gerði 21 stig og tók 11 fráköst. Aðrir voru reyndar stórgóðir líka, eins og sjá má á tölfræðinni. Byrjunarliðið, erlendu leikmennirnir skipa, er gríðarlega sterkt og það segir sína sögu að þeir fimmmenningar skoruðu 97 af 100.
Vert er að geta þess að Ingvi Þór Guðmundsson, sem var mjög góður í sigri Þórs á Stjörnunni á föstudagskvöldið, fékk höfuðhögg í þeim leik og ekki í hópnum í kvöld. Kolbeinn Fannar Gíslason, fyrirliði Þórsliðsins, var einnig illa fjarri góðu gamni að ógleymdum Júlíusi Orra Ágústssyni, sem meiddist í haust og hefur ekkert verið með.
Þórsarar skutust upp í 7. sæti með sigrinum í kvöld, hafa 12 stig, jafnmörg og Valur og Tindastóll. Njarðvík er með 10, Höttur 8 og Haukar 6. ÍR og Grindavík eru aðeins tveimur stigum fyrir ofan Þórs, en öll lið eiga nú 14 leiki að baki.
Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, var kátur að leikslokum eins og nærri má geta. „Ég er mjög ánægður með leikinn, þetta var frábær leikur en núna er það bara ÍR næst á föstudaginn og vona ég að Ingvi verði klár í þann leik,“ sagði hann við Vísi.
„Fyrri hálfleikurinn í kvöld var með því besta sem liðið hefur sýnt í vetur og þá sérstaklega varnarlega þar sem allt liðið vann saman. Haukar eru með gott lið og tel ég að þeir þurfi bara smá tíma til að koma nýjum leikmönnum inn í kerfið," sagði Bjarki sem hefur trú á að Haukarnir munu snúa gengi sínu við.
Þórsarar voru allsráðandi inni við báða enda vallarins. „Það hefur verið okkar aðalsmerki að vera góðir inn í teig, Ivan Alcalado er frábær leikmaður sem tók sín fráköst í kvöld, Ivan tekur hvern einasta leik persónulega og ætlar alltaf að frákasta meira en miðherji andstæðingana,“ sagði Bjarki.
- Srdan Stojanovic 22 stig – 3 fráköst – 6 stoðsendingar (36:30 mín.)
- Andrius Globys 21 stig – 6 fráköst – 3 stoðsendingar (34:57)
- Ivan Aurrecoechea 21 stig – 11 fráköst – 2 stoðsendingar (36:02)
- Dedrick Deon Basile 19 stig – 6 fráköst – 15 stoðsendingar (37:37)
- Ohouo Guy Landry Edi 14 stig – 10 fráköst – 3 stoðsendingar (33:41)
- Ragnar Ágústsson 3 stig – 2 fráköst (13:40)
- Hlynur Freyr Einarsson 1 stoðsending – (5:10)
- Smári Jónsson (2:23)
Smellið hér til að skoða alla tölfræði úr leiknum.
Smellið hér til að lesa umfjöllun Vísis um leikinn.
Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.
- Næsti leikur Þórs verður á föstudaginn, þegar ÍR-ingar koma í heimsókn í Höllina. Leikurinn hefst klukkan 18.15.
Srdjan Stojanovic var mjög góður í kvöld og stigahæstur í Þórsliðinu. Ljósmyndir: Páll Jóhannesson.
Ivan Aurrecoechea Alcolado var illviðráðanlegur undir körfunni að vanda.
Ohouo Guy Landry Edi er gríðarlega sterkur leikmaður sem fellur vel inn í Þórsliðið.
Andrius Globys leikur nánast alltaf vel, „límið“ í liðinu, hefur Bjarki Ármann þjálfari sagt.