Fara í efni
Íþróttir

Mjög sannfærandi sigur Þórs á Dalvík

Þriðja mark Þórs á Dalvík í kvöld. Alexander Már Þorláksson sveiflar fætinum og andartaki síðar skoraði hann með hælnum. Óvænt skot sem markvörður Dalvíkinga átti ekki möguleika á að verja. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar hrukku í gang í kvöld og sigruðu lið Dalvíkur/Reynis mjög örugglega, 3:1, á Dalvíkurvelli í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.

Elmar Þór Jónsson, sem kom inn í byrjunarliðið á ný, gerði fyrsta markið strax á þriðju mínútu með glæsilegu þrumuskoti fyrir utan teig. Sigfús Fannar Gunnarsson kom Þór í 2:0 eftir 25 mín. þegar hann kom boltanum í opið markið af stuttu færi eftir að Rafael Victor skallaði í stöng og Alexander Már Þorláksson gerði þriðja mark Þórs 20 mín. fyrir leikslok með laglegu hælskoti af stuttu færi.

Þegar rúmar 10 mínútur voru eftir minnkaði Matheus Bissi Da Silva muninn fyrir heimamenn en þeir ógnuðu Þórsurum aldrei að ráði. Aron Birkir, markvörður og fyrirliði Þórs, varði reyndar frábærlega í tví- eða þrígang en Þórsarar fengu líka tækifæri til að skora nokkur mörk í viðbót.

Meira seinna