Fara í efni
Íþróttir

Mikilvægur slagur á Dalvíkurvelli í kvöld

Birkir Heimisson skorar úr vítaspyrnu gegn Leikni á Þórsvellinum í síðustu umferð Lengjudeildarinnar. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Nágrannaslagur verður á Dalvíkurvelli í kvöld þegar Þórsarar mæta liði Dalvíkur/Reynis í Lengjudeildinni í knattspyrna. Bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar, Þórsarar í næst neðsta sæti, og stigin þrjú sem í boði eru þar af leiðandi gríðarlega mikilvæg.

Uppskera Þórsara í sumar hefur verið afar rýr og langt undir væntingum. Miðað við frammistöðu í nokkrum leikjanna ætti liðið að vera í betri stöðu en ekki dugir að velta vöngum um það; það eina sem skiptir máli er að telja stigin.

Þórsarar hafa aðeins unnið einn leik, gegn Aftureldingu í Boganum í 2. umferð, gert þrjú jafntefli, og tapað þremur leikjum – þremur síðustu, fyrir Njarðvík og Fjölni á útivelli og síðan fyririr Leikni á heimavelli.

Þjálfari Dalvíkur/Reynis er Dragan Stojanovic, fyrrum leikmaður Þórs, og víst að ekkert verður gefið eftir á Dalvíkurvelli! 

Dalvík/Reynir er í níunda sæti með sjö stig að loknum níu leikjum en Þórsarar skipa 11. sætið með sex stig og eiga sjö leiki að baki.

Leikurinn á Dalvíkurvelli hefst kl. 19.15.