Matthias og Hólmfríður unnu stórsvig af öryggi
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir úr Ármanni og Matthias Kristinsson, Skíðafélagi Ólafsfjarðar, urðu Íslandsmeistarar í stórsvigi í gær, degi eftir að þau fögnuðu sigri í svigi. Keppt var á Dalvík og voru aðstæður prýðisgóðar. Bæði sigruðu þau örugglega í stórsviginu og voru með bæði með besta tímann í báðum ferðum.
Konur
1. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Ármann
2. Elín Elmarsdóttir Val Pelt - Víkingur
3. Harpa María Friðgeirsdóttir - Ármann
Karlar
1. Matthias Kristinsson - Skíðafélag Ólafsfjarðar
2. Gauti Guðmundsson - KR
3. Jón Erik Sigurðursson - Fram
18-20 ára stúlkur
1. Fríða Kristín Jónsdóttir - Skíðafélag Akureyrar
18-20 ára drengir
1. Gauti Guðmundsson - KR
2. Jón Hákon Garðarsson - Breiðablik
16-17 ára stúlkur
1. Elín Elmarsdóttir Van Pelt - Víkingur
2. Jóhanna Lilja Jónsdóttir - Skíðafélagið í Stafdal
3. Guðbjörg Eva Guðmundsdóttir - Víkingur
16-17 ára drengir
1. Matthias Kristinsson - Skíðafélag Ólafsfjarðar
2. Jón Erik Sigurðsson - Fram
3. Pétur Reidar Pétursson - KR