Fara í efni
Íþróttir

Markaskór Jóhanns Helga á hilluna í dag

Jóhann Helgi Hannesson, markahæsti leikmaður Þórs frá upphafi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Jóhann Helgi Hannesson, markahæsti leikmaður knattspyrnuliðs Þórs frá upphafi, leggur skóna á hilluna eftir leik dagsins. Þórsarar mæta Þrótturum í Reykjavík í lokaumferð næstu efstu deildar Íslandsmótsins, Lengjudeildarinnar.

Jóhann Helgi hefur gert 67 mörk í deildaleikjum fyrir Þór – 14 í A-deild og 53 í B-deild – og átta í bikarkeppninni.

Þórsarar eru í 10. sæti með 20 stig en Þróttarar í því 11. og næst neðsta með 14. Reykjavíkurliðið er því fallið. Með sigri gætu Þórsarar endað í níunda sæti deildarinnar að því gefnu að Afturelding tapi fyrir Fram í dag, sem verður að teljast líklegt.

Leikur Þróttar og Þórs hefst í Laugardalnum klukkan 14.00.