Fara í efni
Íþróttir

Markaregn, sólskin og KA fékk þrjú stig

Elfar Árni Aðalsteinsson hleypur fagnandi frá FH-markinu eftir að hann gulltryggði sigur KA í kvöld með fjórða markinu. Þetta var 51. mark Húsvíkingsins í efstu deild Íslandsmótsins. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA sigraði FH 4:2 á heimavelli í kvöld í fimmtu umferð Bestu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. KA-menn eru þar með komnir upp fyrir Hafnfirðingana; hafa átta stig en er með sjö.

Daníel Hafsteinsson gerði fyrsta mark leiksins með skalla eftir sendingu Hallgríms Mar Steingrímssonar á lokaandartökum fyrri hálfleiks, Pætur Petersen breytti stöðunni í 2:0 snemma í seinni hálfleik – aftur var það Hallgrímur sem átti stoðsendinguna. Hörður Ingi Gunn­ars­son minnkaði muninn fyrir FH, Sveinn Margeir Hauksson gerði þriðja mark KA en aftur minnkaði FH muninn þegar Úlfur Ágúst Björns­son skoraði. Það var svo Elf­ar Árni Aðal­steins­son sem gulltryggði sigur KA með marki undir lokin. Þetta var 51. mark Húsvíkingsins í efstu deild Íslandsmótsins, þar af hefur hann gert 39 í KA-búningnum.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Nánar síðar

Hallgrímur Mar Steingrímsson var í ham í kvöld og lagði upp tvö mörk. Hér sendir hann boltann fyrir markið undir lok fyrri hálfleiks og augnabliki síðar hafði Daníel Hafsteinsson skorað með skalla. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson