Markaregn, sólskin og KA fékk þrjú stig
KA sigraði FH 4:2 á heimavelli í kvöld í fimmtu umferð Bestu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. KA-menn eru þar með komnir upp fyrir Hafnfirðingana; hafa átta stig en er með sjö.
Daníel Hafsteinsson gerði fyrsta mark leiksins með skalla eftir sendingu Hallgríms Mar Steingrímssonar á lokaandartökum fyrri hálfleiks, Pætur Petersen breytti stöðunni í 2:0 snemma í seinni hálfleik – aftur var það Hallgrímur sem átti stoðsendinguna. Hörður Ingi Gunnarsson minnkaði muninn fyrir FH, Sveinn Margeir Hauksson gerði þriðja mark KA en aftur minnkaði FH muninn þegar Úlfur Ágúst Björnsson skoraði. Það var svo Elfar Árni Aðalsteinsson sem gulltryggði sigur KA með marki undir lokin. Þetta var 51. mark Húsvíkingsins í efstu deild Íslandsmótsins, þar af hefur hann gert 39 í KA-búningnum.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna
Nánar síðar
Hallgrímur Mar Steingrímsson var í ham í kvöld og lagði upp tvö mörk. Hér sendir hann boltann fyrir markið undir lok fyrri hálfleiks og augnabliki síðar hafði Daníel Hafsteinsson skorað með skalla. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson