Íþróttir
Margrét og Sara Mjöll framlengja samning
06.05.2021 kl. 09:59
Sara Mjöll Jóhannsdóttir, til vinstri, og Margrét Árnadóttir.
Framherjinn Margrét Árnadóttir og markvörðurinn Sara Mjöll Jóhannsdóttir hafa báðar framlengt samning við knattspyrnulið Þórs/KA, Margrét út sumarið 2022 en Sara Mjöll ári lengur.
Margrét, sem er 22 ára, á að baki 71 leik með Þór/KA frá 2015, þar af fjóra Evrópuleiki. Hún á að baki sjö landsleiki með U19 og U16, auk 28 leikja í deildabikar og öðrum vetrarmótum. Hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Þór/KA í maí 2016.
Sara er ári aldrei og á að baki 38 leiki með Hömrunum 2015 til 2020, en var einnig varamarkvörður hjá Þór/KA 2017 og 2018. Sara Mjöll á jafnframt að baki þrjá leiki með U16 landsliðinu og 24 leiki í deildabikar og öðrum vetrarmótum. Sara Mjöll lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Hömrunum í maí 2015.