Íþróttir
Margrét frá keppni næstu tvo mánuði
07.03.2021 kl. 12:55
Margrét, önnur frá hægri, fagnar eftir að hún skoraði gegn Tindastóli í Lengjubikarkeppnini á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Margrét Árnadóttir, framherji fótboltaliðs Þórs/KA, meiddist í æfingaleik á fimmtudaginn og er óttast að hún verði frá keppni í tvo mánuði, jafnvel tvo og hálfan. Fari svo missir Margrét af upphafi Íslandsmótsins því fyrsti leikur Þórs/KA er gegn ÍBV í Eyjum 4. maí. Sprunga kom í ökkla Margrétar, hún þarf að hvíla sig alveg í nokkrar vikur á meðan beinið grær, og má ekki hefja æfingar af krafti aftur fyrr en dágóðum tíma eftir það.