Íþróttir
Líf og fjör á Goðamóti Þórs - MYNDIR
14.03.2021 kl. 12:57
Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson
Goðamót Þórs í fótbolta fer fram í Boganum um helgina – hið 66. í röðinni. Að þessu sinni er það 6. aldursflokkur stráka sem er á ferðinni, alls 96 lið frá 12 félögum víðs vegar af landinu, og fjörið mikið eins og nærri má geta. Mótið hófst á föstudag og lýkur í dag. Vegna samkomutakmarkana hefur niðurröðun mótanna breyst; þetta er annað Goðamót ársins, á því fyrsta keppti 5. flokkur stelpna, en 5. flokkur stráka og stelpur í 6. flokki mæta á Goðamót í apríl. Akureyri.net leit við með myndavélina í morgun.