Fara í efni
Íþróttir

Leikur KA-manna við Blika verður á morgun

Spánverjinn Rodri fagnar sigri KA á Breiðabliki í Bestu deildinni í síðasta mánuði. Rodri lék ekki gegn KR um síðustu helgi vegna meiðsla og óvíst er hvort hann verður með á morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Leik KA og Breiðabliks í Bestu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu hefur verið flýtt um sólarhring. Hann átti að fara fram á Greifavellinum á sunnudeginn en vegna afleitrar veðurspár mætast liðin á morgun. Leikurinn hefst klukkan 14.00.

Viðureign liðanna er sannkallaður toppslagur. Breiðablik er efst með 54 stig en Víkingur og KA eru jöfn í 2. til 3. sæti með 46 stig. Sigri KA á morgun munar fimm stigum á liðunum þegar þrír leikir verða eftir og þar með níu stig í pottinum.

KA-menn eru öruggir með sæti í Evrópukeppni næsta sumar eins og komið hefur fram.