Fara í efni
Íþróttir

Leik KA og Vals flýtt til 17.30 í dag vegna veðurs

Mynd af heimasíðu KA

KA tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í dag í Olís deildinni í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins. Leikurinn átti að hefjast klukkan 18.00 en hefur verið flýtt um hálftíma vegna veðurs landleiðina, eins og það er orðað; flautað verður til leiks kl. 17.30.

Aðdragandi leiksins hefur verið býsna fjörugur eftir að landsliðsmaðurinn Björgvin Páll Gústafsson, markvörður Vals, gagnrýndi KA-menn fyrir að hafna bón Vals um að flýta leiknum um hálftíma svo meistararnir gætu flogið norður og suður aftur í kvöld. Þeir leika þétt þessa dagana; spiluðu í Evrópukeppni í vikunni í Þýskalandi og annar Evrópuleikur eru á dagskrá á þriðjudag.

„Finnst smá kald­hæðnis­legt að lið utan af landi sé ekki til­búið að verða við ósk okk­ar um að færa leik dags­ins um 30 mín­út­ur svo að við hefðum getað flogið í stað þess að keyra norður í leik sem staðsett­ur er mitt á milli leikja í Evr­ópu­keppn­inni,“ skrifaði Björg­vin á Twitter fyrr í dag. Haddur Júlíus Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar KA, svaraði Björgvin fullum hálsi í viðtali við Vísi en svo voru það í raun veðurguðirnir sem flýttu leiknum; spáin er slæm og leiknum var flýtt til að auka lýkur á því að Valsmenn geti keyrt aftur suður í kvöld.

Eftirfarandi tilkynning birtist á Facebook síðu KA fyrir stundu:

„Kæra KA-fólk.

Sökum veðurs (landleiðina) og góðs samtals milli réttu aðilana hjá KA og Val hefur verið ákveðið að færa leikinn í kvöld til 17:30!“

Hér má sjá umfjöllun Vísis um Björgvin Pál og Hadd:

„Svívirðilegt að Björgvin Páll sé að blammera okkur“

Björgvin Páll býðst til að vinna í sjoppunni hjá KA í kvöld

  • Klukkan 20:15 verður síðan flautað til leiks ungmennaliðs KA við Þór í næstu efstu deild Íslandsmótsins, Grill 66 deildinni í KA-heimilinu. Þegar liðin mættust í Íþróttahöllinni fyrr í vetur varð jafntefli.

Á heimasíðu KA er bent á að komist áhugasamir ekki á leikina sé hægt að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á KA-TV. Hvor leikur kostar 1.000 krónur. Smellið hér til að horfa.