Íþróttir
Langþráður sigur hjá Tryggva Snæ á Spáni
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zarazoza unnu langþráðan sigur í spænsku 1. deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Þeir fengu fengu Coosur Real Betis í heimsókn og unnu 96:95 eftir framlengingu.
Staðan að loknum hefðbundnum leiktíma var 83:83. Tryggvi Snær gerði níu stig; hitti úr fjórum af fimm skotum, og tók sex fráköst – öll í vörn. Hann lék í rúmar 24 mínútur. Þeir Tryggvi eru í 16. sæti deildarinnar, hafa unnið fimm leiki en tapað 12. Betis liðið er næst fyrir neðan á töflunni með fjóra sigra og 13 töp.