Íþróttir
Kvennaskíðaganga aftur á laugardaginn
29.03.2023 kl. 16:10
Kvennskíðagangan Í spor Þórunnar hyrnu verður haldin í Hlíðarfjalli á laugardaginn í 13. skipti.
Keppnin hefst klukkan 13.00 og verða tvær vegalengdir í boði, 3 km og 6 km. Gengið er án tímatöku og glæsileg verðlaun verða dregin út að göngu lokinni, að því er segir í tilkynningu.
Þátttökugjald er 3.000 kr. fyrir fullorðna en 1.500 kr. fyrir 15 ára og yngri og rennur það óskipt til barna- og unglingstarfs skíðagöngu hjá Skíðafélagi Akureyrar.
Í tilkynningunni kemur fram að Skógarböðin bjóði þátttakendum 25% afslátt af miðakaupum á laugadag og sunnudag.