Kvennalið Þórs sigraði en strákarnir lágu
Kvennalið Þórs í körfubolta sigraði lið Hamars/Þórs úr Hveragerði og Þorlákshöfn örugglega, 81:61, í gærkvöldi í 1. deildinni í körfubolta, næst efstu deild Íslandsmótsins. Viðureignin fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Þórsarar náðu öruggri forsystu snemma og litu aldrei um öxl. Bandaríska stúlkan Madison Anne Sutton var lang besti maður vallarins, gerði31 stig og tók hvorki meira né minna en 26 fráköst. Hún var með 50 svokölluð framlagsstig úr samanlagðri tölfræði. Eva Wium Elíasdóttir, sem gerði 20 stig í leiknum, var með 28 framlagsstig.
Smellið hér til að sjá tölfræðina
Ekki gekk eins vel hjá karlaliði Þórs í gærkvöldi. Strákarnir mættu liði Sindra á Höfn í Hornafirði og höfðu ekki röð við heimamönnum. Þar eru sjö erlendir leikmenn í liðinu og hið unga Þórslið átti aldrei möguleika. Nærri helmingsmunur var á liðunum í lokin; Sindri vann 98:50.