Fara í efni
Íþróttir

Kvennalið SA með öruggan sigur á SR

Kvennalið Skautafélags Akureyrar vann 4-1 sigur á liði Skautafélags Reykjavíkur í dag, í fyrri leik dagsins í Skautahöllinni á Akureyri. Fjögur af fimm mörkum leiksins komu í þriðja og síðasta leikhluta leiksins, en SA sótti þó meira allan leikinn. Til marks um það má nefna að SA átti 41 skot að marki SR, á móti 16 skotum frá gestunum.

Aðalheiður Ragnarsdóttir náði forystunni fyrir SA í fyrsta leikhluta og staðan 1-0 alveg þar til í byrjun þriðja leikhlutans. Þá bætti Silvía Rán Björgvinsdóttir við öðru marki og skömmu síðar skoraði Kolbrún Björnsdóttir þriðja markið. Friðrika Magnúsdóttir minnkaði muninn í 3-1 um miðjan þriðja leikhlultann, en það dugði skammt því Magdalena Sulova lokaði leiknum með fjórða marki SA þegar nokkrar mínútur voru eftir og 4-1 sigur SA staðreynd.

Smellið hér til að skoða leikskýrsluna. 

Mörk/stoðsendingar: Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/1, Aðalheiður Ragnarsdóttir 1/0, Kolbrún Björnsdóttir 1/0, Magdalena Sulova 1/0, Herborg Rut Geirsdóttir 0/2. Varin skot: Shawlee Geaudrault 15 (94%). Refsimínútur: 8.

SA hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu, Topp-deildinni. Upptöku af leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan.